Kerhraun

G&T dagurinn verður 25. maí 2013 og hefst kl. 13:00

Þrátt fyrir kuldatíð um land allt undanfarið þá erum við allavega það heppin að Kerhraunið hefur verið meira og minna snjólaust í allan vetur, þó er enn mikill klaki í jörðu og fengum við hjónin að finna fyrir honum þegar gróðursetja átti grenitré fyrir 10 dögum síðan, kom í ljós að það var næstum 30 cm klaki á aðeins 10 cm dýpi, allt gekk vel og núna er engin ástæða til að halda að þetta frostavesen vari miklu lengur.

Við erum því full tilhlökkunar að halda gróðursetningadag sem er þó með minna móti í ár vegna væntanlegra vegaframkvæmda, þessari venju verður þó ekki sleppt enda löngu komin til að vera og nú verða aðeins 40 plöntur gróðursettar enda eingöngu hægt að fá vorplöntur frá Skógræktinni.

Aftur á móti verður líka tiltektardagur sem hefur átt það til að gleymast en það er ekki nóg að búa til göngustígana og svo eru þeir ófærir vegna viðhaldsleysis. GILIÐ hefur forgang í ár og munum við labba stígana tvo sem komnir eru og þá snyrtum við og klippum og gerum þá göngufæra á meðan nokkrir strákanna keyra rauðamöl í stíginn sem er breiðastur og þar þarf líka nokkrar hendur til að hjálpa.

Umfram allt er þetta dagur sem Kerhraunarar hittast og hafa það að markmiði að Kerhraunið sé sá staður sem við erum hvað stoltust af.

Í lok verksins hittumst við að vanda hjá Sóley og Gunna og snæðum pylsur og meðv´í.

 

             Mjór er mikil vísir, þessi málsháttur felur í sér gömul sannindi og ný

Vísir merkir hér frjóangi, spíra. Málsháttur þessi er eldforn og hann á rætur sínar í lausavísu Óttars svarta sem Finnur Jónsson telur vera frá því um 1023.

Málshátturinn á enn fullt erindi við okkur og merking hans er öllum auðsæ, jafnt nú sem fyrir 1000 árum.