Eins og þeir vita sem lesa fundargerðir stjórnar þá koma af og til upp mál sem leiðinlegt er að takast á við, það gerðist á síðasta stjórnarfundi og stjórnarfólk sem er í þessu starfi finnst stundum eins og folk geri sér ekki grein fyrir því starfi sem þarf að vinna.
Í góða veðrinu í Kerhrauninu sunnudaginn 25. nóvember 2012 þegar unnið var við að gera jólaljósin klár þá blasti það svo greinilega við hver tilgangur félagsins er og svarið sem við bentum á sem lausn á fundinum.
Á skiltunu „Velkomin í Kerhraun“ má lesa eftirfarandi texta.
„Félagið nær til allra land- og sumarbústaðaeigenda í hinu skipulagða svæði Kerhrauns, tilgangur félagsins fyrst og fremst að gæta lögmætra hagsmuna félagsmanna ásamt því að standa fyrir sameiginlegum framkvæmdum á svæðinu og stuðla að góðri umgengni og háttvísi á félagssvæðinu.“
Kerhraunið er og á að vera fallegasti staður á Suðurlandi