Það er nú merkilegt að á ekki stærra bletti í Kerhrauninu en 1,5 ha. nánast á sama blettinum, þar hefur óheppnin verið að elta fólkið, suma í stuttan tíma en einn í langan.
Til að koma sér að efninu þá eru þær fréttir að Reynir í „Betra bak“ komst loksins í aðgerð á hné eftir langan tíma af óþolandi verkjum, nú er þessi elska á batavegi og stefnir að því að skokka um móana í vor, næstur er það Hallur en hann býr við hliðina á Reyni, hann tók upp á því að lærbrjóta sig fyrir 3 vikum, honum hefur síðan liðið illa karlgreyinu, nú á hann fram undan 6-8 vikna ferli að láta sér batna og auðvitað einhverja sjúkraþjálfun.
Kerhraunarar senda ykkur báðum óskir um skjótan og góðan bata, Anna og Steinunn, látið nú allt efir körlunum ykkar..)).
Svo er annað mál sem kom upp, eins og sumir hafa séð er byrjað að vinna í grunni á lóð 30 en þangað átti að flytja bústað, viti minn var ekki kveikt í húsinu þar sem það er staðsett í Hafnarfirði, engar nánari fréttir en þær sem er að hafa í dagblöðunum, vonandi fer það dæmi líka vel fyrir eigandann.