Kerhraun

Væri ekki gaman að fá að vita hvort tilraunastarfsemin í Kúlusúk tókst?

Þegar fréttin um tilraunastarfsemina í Kúlusúk fór í loftið fyrr í vor þá fór víst um suma, því eins og þið munið þá fólst tilraunin í því að „koma einhverju til“ og tóku einhverjir því þannig að hér væri eitthvað ósiðsamlegt á ferðinni, jafnvel þorðu hreinlega ekki að lesa um þessa tilraun og er það alveg óskiljanlegt þeim sem skrifar þessar línur að einhverjum hafi dottið eitthvað misjafnt í hug..))

 


.
Tilraunadýrin

Því er ærin ástæða að greina frá niðurstöðu tilraunarinnar sem fólst í því að afleggjarar sem fengnir voru á lóð hjá Rut og Smára voru settir í þessa grænu dalla og vonast eftir að hægt yrði að „koma þeim til“. Þarna húktu þau hjónakorn undir vegg í nokkrar vikur og viti menn, rætur skutust út í allar áttir, því lá ljóst fyrir að velja yrði þeim virðulegan stað til framtíðar og nú hæfist hin raunverulega keppni hvort þústin yrði nú sprækari.

 

.
Rut komin á fullt skrið og aðeins sprækari en Smári
.

.
Smári ætlar ekkert að gefa eftir og er fast á hæla Rutar
.

Svo kemur nú rúsínan í pylsuendanum, þegar betur var að gáð þá kom í ljós að ekki er allt með felldu, nú er það spurningin hvernig á að túlka þessa „uppákomu“ og takið eftir að þetta er ekkert tvírætt en ef rýnt er í myndina þá má greinilega sjá hver er búin að koma sér vel fyrir á milli þeirra hjóna og ætlar greinilega að gera einhvern usla.

 .

.
þetta er engin önnur en „Sóley“ sem fettir sig og brettir á milli þeirra
og þessu hefðu nú ekki allir trúað að gæti gerst hér á okkar friðsæla svæði.