Kerhraun

Kerbúðin, opnun og eintóm gleði – 16. júní 2012

Þrátt fyrir að opnun Kerbúðarinnar hafi verið auglýst laugardaginn 16. júní á slaginu kl. 16:00 þá voru mörg verkin óunnin, því var ekkert annað í boði en að safna liði, allir sem beðnir voru að mæta voru til í slaginn, nú átti allur hópurinn hittast kl. 10:00 á laugardagsmorguninn og það er algjör óþarfi að telja upp öll þau verk sem átti eftir að gera heldur láta fylgja með mynd af Kerbúðinni eins og hún leit út þegar öllu var lokið og myndina prýðir norðandrengurinn Páll Nóel Hjálmarsson frá Akaureyri en hann er ömmustrákurnn hennar „Ömmu myndar“ og hann gerði sér ferð til að sjá þessi ósköp sem amma var alltaf að tala um.
.

.
Satt best að segja þá var allt í hönk á laugardagsmorgninum hvað varðar frágang búðarinnar og því ekkert annað í stöðunni en að kalla út lið í fráganginn. Að vanda voru allir tilbúnir í slaginn og nú hófst frágangur.

Fyrst ber að nefna að ekkert var komið á þakið og hver annar en Gunni fór í það verk og sló engin feilhögg.
.

.
Ekki var hægt að opna búðina án gólfs, Finnsi skellti sér á
fjóra fætur og setti undirlag, síðan fjalirnar, kepptist hann við
að ljúka við gólfið á meðan sló Gunni taktinn á þakinu.
.


.

.
Eins og alltaf þegar lokatörnin er í hámarki þá vantar alltaf eitthvað
og þá naut Nóel góðs af því að fara með afa og ná í hitt og ná í þetta.
Honum fannst æði að fá að vera í kerrunni og pínu var hann nú
rasssár þegar upp í Kúlusúk var komið.
.


.

.

Samt var það eitt sem angraði hann hvað mest, hann þurfti sko
hlífðargræjur til að verjast þessum ófögnuði, já það voru
flugurnar sem voru ansi aðgangsharðar við hann og kunni
hann því illa að geta ekki sigrað þær
.


.
Það er ekki ofsagt að verslunarstjórarnir hafi verið að springa úr
tilhlökkun að komast inn og byrja að skipuleggja hillurnar
enda búnar að vera ásamt Gunna í allan vetur að búa til
eitthvað fallegt til að hafa til sölu, ekki hafði Tótu
„Amma bakar slatta“ orðið svefnsamt síðusta tvo sólarhringa
enda bakaraofninn rauðglóandi og nánast allar sultur sem
sjá mátti af komnar í kökurnar sem áttu að vera við opnunina
og eins gott að nota síðustu dropana til að gera fínt í hillunum.
.

.
Er verið að gæta jafnréttist hér ? –
er Sóley kominn með herrahatt eða hvað ?
Svar óskast
.

.

Tóta gefur ekkert eftir í hattamálunum, komin með sinn hatt
.


.

Nú var komið að því að leggja í planið og hver önnur en
„Græna þrumar“ tók það að sér og Gunni ákvað að skella sér
heim og fullkomnar útlit búðarinnar og það sést vel á
næstu mynd hvað hann gerði flotta lista á þakið.
.

 

.
Vá, hvað búðin var orðin flott, listar´komnir á þakið og loka til
að læsa, allir voru sammála um að þetta væri Megastore
.


.

Á einhvern óskiljanlegan hátt fóru verslunar- og lagerstjórarnir
eins og „Hvítir stormsveipir“ yfir allt lagerpláss og áður en
„Amma myndar“ gat snúið sér við þá var búðin stútfull af
alls konar vörum og mikil spenna myndaðist og alla langaði
að opna sem fyrst en úr því að búið var að auglýsa
opnunartíma kl. 16:00 varð að standa við það.
.

                     .
En eins og oft áður er það alltaf síðasta yfirferð fyrir opnun sem
þarf að líta á
Rétt fyrir kl. 16:00 dreif fólk að úr öllum áttum og greinlegt
að fólk vildi ekki missa af því að vita hvað væri bak
við luktar dyr Kerbúðarinnar
.
.
.

.

.

.

.

Til þess að fullkomna verkið varð að halda tölu um upphaf
Kerbúðarinnar og velja þann sem klippa skyldi á borðann
og hver annar en formaðurinn tók það að sér að tala eftir
smá þrýsting frá þegnunum, flestir reiknuðu með því að
hann væri með marga síðna ræðu en þeir sem hann
þekkja vissu að hann myndi ekki gera úr þessu neina langloku
.


.
enda var Sóley með það á hreinu að Tóta með skærin skyldi
klippa á borðann sem og hún gerði  og tilkynnti að nú væri
Kerbúðin formlega opnuð.
.
.
Borðinn klipptur
.

.

Tóta gleymdi að strjúka aðeins, en nú máttu allir koma og líta á dýrðina
.

.
og það er alveg ljóst að margir gæddu sér á kökunum hennar
Tóru með kaffinu daginn sem kerbúðin var opnuð og það
má ljóstra því upp hér og nú að á Akueyri prýðir
steinkarl einn sólpallinn
.

.

Allir í sömu ættinni brosa og eru ánægðir eins og við öll í Kerhrauni