Kerhraun

Ný tækni í Kerhrauni – borun fyrir rafmagni

Þegar unnið hefur verið að því í mörg ár að betrumbæta vegina þá er alveg ófært að verktakar geti komið og grafið vegina í sundur án þess að láta neinn vita, besta dæmið finnst mér vera á B svæðinu þar sem miklar framkvæmdir áttu sér stað 2020. Þangað kom hvert fyrirtækið á eftir hvort öðru, RARIK, GOGG og Orkuveita Hæðarenda og grófu þvers og kruss og eftir eru dældir og að mínu mati ekki skilið vel við.

Fyrir ekki löngu var grafið skarð í veginn þar sem fræsingur var og er og frágangur þannig að 3x hefur Finnsi farið á Grænu flugunni og sett í dældina, fyrir viku varð ég vör við að grafa var komin á svæðið og sá að það var RARIK og ég var fljót að smella mér á svæðið og komast að því að grafa átti í sundur mjög þykkan fræsing og leggja rafmagn, ég sagði að það kæmi ekki til greina að eyðileggja svona trekk í trekk og eftir þras og bras hringdi ég í RARIK og sagði að af þessu yrði ekki og þeir skyldu bora undir veginn. Nú þetta fór í gegn og í morgun komu þeir og grófu undir veginn á tveimur stöðum og allir svona hoppandi kátir.

Vegurinn stendur því eftir eins og hann var.