Já það var fjör, já það var fjör í Kerhrauni í janúar

.

Aðfaranótt 10. janúar gerði ansi vont veður og varð þungfært á svæðinu, um morguninn í alveg yndislegu veðri þar sem jólaljósin nutu sín í botn þá fór bjartsýni maðurinn á rafmagnsbílnum af stað og gerði sér lítið fyrir og festi sig en auðvitað voru bjargvættir nálægt þau Úlla og Helgi voru ekki lengi að losa hann og allir auðvitað voða sáttir og féllust í faðma:::)))

Síðan kemur næsti hvellur þann 13. og þá festi bíll sig og varð að skilja hann eftir á veginum um nóttina en þegar birti þá dreif bíleigandinn hann Orri sig  stað af miklu harðfylgi og fór að moka frá bílnum en hann hafði orðið rafmangslaus undir morgun.

„Björgunarsveit Kerhraunsins“ gerði sig klára og mætti fljótega á staðinn en hana skipuðu, aðalstrumpur Halldór, Friðrik, Guðmundur og ég held Davíð. Reynt var starta bílnum en ekkert gekk þannig að nú voru góð ráð dýr ekkert annað en að losa bílinn og draga hann í butu en hann var líka frosinn fastur en eins og góðum björgunarmönnum er lagið þá unnu þeir vel sitt verk og bíleigandinn þakklátur.

Síðan var ljóst að það þurfti stórvirkar mostursgræjur til að moka snjónum og þá var Finnsi fremstur í flokki að redda því og ótrúlega gekk það nú vel með „Grænu þrumunni“ að koma snjónum burtu.

Allt fór þetta vel að lokum og sannaðist að það gildir alltaf gamla góða slagorðið „EINN fyrir ALLA og ALLIR fyrir EINN“