28. desember 2014 – Ferð sem endaði öðruvísi en til stóð

Spáð var blíðskaparveðri í Kerhrauninu laugardaginn 28. desember og því var mokað þannig að þeir sem hefðu áhuga á smá ferðalagi ættu þess kost að fara í bíltúr. Margir höfðu sýnt því áhuga að kíkja í sveitina og nú var lag. Fréttaritari fékk tilboð um eitt slíkt og sló til, satt best að segja varð þetta ferðalag allt öðruvísi en lagt hafði verið upp með.

Þegar í Grímsnesið var komið var eins og hríslaðist um mann Kerhraunssæla að sjá Seyðishólinn nálgast.

IMG_0227
IMG_0232
IMG_0234
IMG_0235
IMG_0236
IMG_0237
IMG_0238
IMG_0239

Þegar komið var að húsi formannsins var ekki í boði að komast lengra því ekki var búið að moka C svæðið, því ekkert annað að gera en að bíða eftir blásaranum og taka myndir í þessu fallega veðri. Formaðurinn var á leiðinni og átti mikið verk fyrir höndum að komast heim að húsinu.

IMG_0242
IMG_0243

IMG_0245
IMG_0247
IMG_0248
IMG_0249
IMG_0250

Ekkert bólaði á blásaranum og bíllinn orðinn þreyttur á að bíða og vildi ólmur af stað en það var bara ekki í boði, viti minn tekur hann ekki upp á því að móðgast svona svakalega og tekur sjálfstæða ákvörðun og ákveður að steindrepa á sér.

IMG_0253
IMG_0254

Eftir skoðun þá stóð Finnsi alveg steinhissa framan við bílinn og varð að taka til einhverra ráða því bíllinn var ekki einn á ferð, ó nei hann var með kerru aftan í sér. Mikið var nú gott að eiga góða að og geta hringt. Ásgeir var ekki lengi að koma og nú varð að koma kerrunni aftan í hann.

IMG_0256
IMG_0257

Loksins birtist „Jói blásari“ og komið að því að elta hann til að losa kerruna og takast svo á við framhaldið, kannski yrðum við þarna yfir áramótin..))

IMG_0258

Næst varð að semja um að blástur á heimkeyrsluna og kom í ljós að það er gott að geta leitað til þeirra feðga Guðmundar og Jóhannesar í Klausturhólum um ekstra verk, enda heimkeyrslan kolófær og ekki tími til að moka út „Grænu þrumuna“ þar sem önnur verkefni biðu.

IMG_0268

IMG_0265

Það verður að sejast alveg eins og er að æfingar Ásgeirs hafa skilað honum miklum árangri og takk innilega fyrir Ásgeir minn.

Eftir mörg símtöl var orðið ljóst að ekkert annað var í boði en að fá dráttarbíl frá Selfossi til að ná í „Gráu slummuna“, sorry ,pínu pirruð út í bílinn og reyna að koma kerrunni og okkur sjálfum í bæinn.

Elfar og Birgitt voru á leiðinni heim og gerði okkur þann stóra greiða að taka okkur öll á áfangastað. Takk innilega kæru hjón.

IMG_0271

Ásgeir tók að sér að koma kerrunni út á Biskupstungnabraut og eftir það var leiðin greið og mikið erum við þakklát fyrir alla hjálpina. Takk innilega fyrir öll.