21. febrúar 2015 – Innlit í Íshöllina

Það er ekki eins og veðrið sé að leika við okkur þessa dagana, sviptingar og aftur sviptingar en þó má fullyrða að vorið er ekki langt undan.

Annað slagið þarf því að kíkja eftir hvernig ástandið er og það var einmitt gert þennan dag.

Persónulega verð ég að segja að þrátt fyrir að betra hefði verið að hitaveitan hefði verið komin inn í hús þá var þessi heimsókn eins og ég væri að koma í Íshöllina mína…)). Myndavélina varð að rífa upp þrátt fyrir kaldar loppur var myndað, einhvern veginn finnst mér að þessar tvær myndir séu einar af þeim bestu sem ég hef hitt á og hef ég nú tekið þær nokkrar.

stoll

Gætið hlotið nafnið „Biðtími án tengingar“

lamb
Þessi heitir alveg örugglega „Vetrarlamb“

Á heildina litið þá hefur hver árstíð sinn sjarma og næsta helgi verður heitari en þessi það eitt er víst, en svona í lokin þá er forsíðumyndin af glerlistaverki eftir minn uppáhalds glerlistamann og heitir  verkið „Ice drop“.