Kerhraun

2. maí 2011 – Hitabylgja í Kerhrauni

Nú er maí rétt byrjaður og eins og veðrið hefur verið á höfuðborgarsvæðinu þá hefur ekki verið mjög sumarlegt síðustu dagana, þó var það þannig að ekkert snjóaði fyrir austan fjall og fólk sem lagði þangað leið sína var mjög bjartsýnt á að þar væri vorið komið, enda sungu fuglarnir eins hátt og þeir gátu og gáfu fyrirheit um að betri tíð væri í vændum.

Í dag 2, maí snögghlýnaði á suðurhluta landsins og því ekkert annað að gera en að renna í Kerhraunið og viti menn, hitamælirinn í bílnum sýndi lygilegar tölur og efasemdir vöknuðu strax um að hann gæti ekki verið í lagi. Við það að stökkva út og opna lásinn á hliðinu þá varð það ljóst að hitamælirinn var að segja satt.

Hitinn í Kerhrauni kl. 18:00 var 21 C og til að kóróna þetta hitamál þá tókst mér varla að fara inn í Kúlusúk og við blasti óhugnarlega há hitatala á innimælinum.

Því til sönnunar læt ég fylgja með mynd af umræddum mæli. Mælirinn sýndi 62,0 C hvort sem þið trúið því eða ekki þá getur orðið andi heitt í Kúlusúk ef ekki er opnað út í mikilli sól.

 

.
Læt fylgja hér með mynd sem tekin var í Kerhrauni 2. maí kl. 20:00

.