2. í G&T degi haldinn laugardaginn 3. júní 2017

Það má með sanni segja að síðan við héldum 1. G&T daginn þá hafi veðurguðinn verið með okkur í liði og hellt úr skálum sínum yfir ný tré sem gróðursett voru daginn þann. Nú var komið að þeim síðari og viti menn, þrátt fyrir rigningu um morguninn þá ákvað regnguðinn að taka sér pásu og við það þá sá til sólar og þessa 4 tíma sem við vorum að þá var bara sumarið með okkur. Enn og aftur er ástæða til að nefna það að við erum 128 lóðareigendur í Kerhrauni og því ætti ekki að vera erfitt að koma því þannig fyrir að fólk gæti séð að 3-4 tímum á ári að leggja sitt að mörkum að fegra svæðið okkar því mikið til mætir sama fólkið ár eftir ár.

En það sem stóð upp úr þennan dag er að niður fóru 20 stafafurur, borið var á tré, þau klippt og snyrt, síðan var farið í lúpínudráp og á leið okkar í pylsupartíð þá var gert við nokkrar holur svo þetta var bara alveg frábærar stundir sem við áttum saman.

Eins og alltaf þá þarf að safna myndum í sjóðinn og Tóta tók að sér að festa allt á filmu þar sem Guðrún var á gröfunni, má segja að hún hafi náð fram hefndum með því að ná alveg frábærum myndum af gröfustjóranum. Takk, takk Tóta mín.

Guðrún verður að játa að hún gat ekki setið á sér að mynda þó á gröfu væri, því koma þær myndir sem hún tók hér að neðan, Tóta fær sér frétt um sínar myndir enda alveg óborganlegar, t.d. syrpan „Hvað þarf marga menn til að ná mold úr poka“?

Það var létt yfir mannskapnum þegar hann mætti, fyrstur koma „Eyjapeyinn“ Gústi og frú
alveg tilbúin í átök dagsins enda búin að koma sínum 8 í jörðu

Björn og frú alveg á því að taka þetta með stæl enda stóðu þau sig með prýði

Það var mikið um erlenda gesti þennan dag og hér eru „Eyjahjónin“ Darri og Svava


Nú var bara að skella sér á skeið og koma þessum elskum í jörðu

 Fólk gekk til verka og markmiðið var að vanda sig svo tré lifi sem lengst og það var sko gert

Flugurnar voru frekar æstar í flesta en menn kunnu ráð við því


Ha, ha reyndu bara að ná mynd af mér ógreiddri:::))


Hnébeygjur ?


Þvílík dúlla þessi, tók þessu mjög alvarlega að vera þægur


Það þarf allavega 2 í þetta verk


Áburðardrottningin


Klippimeistarinn


Já, það var eitthvað í holunni, en hvað, jú dauðyfli


Mætir ekki vegamálastjórinn og fórnar höndum, ekki veit ég af hverju, veist þú það Hallur?


Rakarinn, eða segir maður klippimeistarinn?


Hann hefði getað verið kosinn hann Gústi , „Lúpínusjarmörinn í Hveró 1983“


Hér fer fram mikið dráp á lúpínu


 Enn meira dráp, samt hafði Hörður orð á því að gefa Fanný blóm í vasa


Ómar veit ekkert hvað á að setja í þessa stóru holu

 

Þegar hér var komið sögu þá var eiginlega kominn tími til að skella sér í pylsupartíið til Sóleyjar sem beið spennt á pallinum. Takk fyrir kæra fólk, þið voruð hörkudugleg að vanda