17. júní 2018 – Gleðilega þjóðhátíð Kerhraunarar

Sumarið sem sjaldan eða aldrei hefur verið svona seint á ferðinni hefur greinilega haft gaman að því að láta bíða eftir sér. Hitastigið hefur ekki verið hátt og biðjum við verðurguðinn vinsamlega um að vera svo góðan að láta sólina fara að sjást á lofti meira en 7 mínútur í einu.

Í dag 17. júní er fremur fátt á svæðinu og kannski er það út af HM í fótbolta en hvað sem því líður þá létu Kerbúðarkonur ekki sitt eftir liggja og opnuðu Kerbúðina sem verður opin um helgar fram yfir miðjan júlí. Því kvetjum við ykkur til að kíkja við og styða þetta frábæra framtak um leið um við óskum Kerhraunurum gleðilegrar þjóðhátíðar.