1. september er skollinn á og verkefnastaða góð

Senn líður að lokum þeirra verkefna sem samþykkt voru á síðasta aðalfundi, það þýðir að senn kemur vetur og þá verður nýr aðalfundur með nýjum áskorunum. Allavega er verið að leggja lokahönd á vegaframkvæmdir ársins en aðeins var gefið meira í en áætlað var, eingöngu til að koma til móts við þær umræður er sköpuðust á aðalfundi um snjósöfnum.  Það er von stjórnar að þessa framkvæmdir verði til þess að breyta einhverju varðandi snjómyndun.

Eitt verkefni stendur þó enn útaf borðinu og það er hugmyndin um snjóvarnargirðingar, það hafa þrír aðilar gefið sig fram til að útfæra þessa hugmynd en fleiri hendur væru æskilegar og nú er ekkert eftir nema að melda sig inn hjá formadur@kerhraun.is

idag