1. G&T dagurinn í Kerhrauni haldinn laugardaginn 27. maí 2017

Sumt sem planað er stenst bara ekki alltaf eins og kom svo vel í ljós þegar að G&T dagurinn sem hafði verið auglýstur í Kerhrauni laugardaginn 27. maí 2017 breyttist allt í einu í hálfan G&T dag, ástæðan var sú að einn hlekkurinn klikkaði svo ekki var hægt að afhenda tré sem áttu að fara í jörðu daginn þann. Þá var ekkert annað en að hugsa í lausnum og breyta planinu þannig að eitthvað yrði nú gert daginn þann.

Eins og svo oft áður þá var félagsmönnum boðið upp á að kaupa tré frá Skógræktinni, Kjarri og Hæðarenda, einnig var þeim boðið að kaupa og fá heim á hlað Flúðasveppamold sem reynst hefur okkur svo vel og allt dafnar vel í henni. Niðurstaðan úr þessu öllu er sú að í ár koma 250 tré í Kerhraunið og bætast við flóruna.


Fjallafururnar eru alveg yndislegar

Það verður að segjast að fjölda trjáa sem keypt hafa verið í gengum árin hefur heldur farið fækkandi síðustu ár enda margir búnir að gróðursetja heilan helling, Guðrún er enn á trjáflippi og Tóta og Fanný eru líka á svipuðu trippi og það er alveg yndislegt að fylgjast með hvað Kerhraunið er að taka á sig gróðurvinasvip. Betur má ef duga skal og auðvitað leggjum við Kerhraunarar á okkur að gefa flöskur í flöskugáminn og það er farið að skila sér og verður gaman fyrir afa og ömmur framtíðarinnar að fylgja barnabörnunum „Útí móa“ og segja þeim frá því að öll þessu fallegu sígrænu tré séu tilkominn af því einhverjir drukku og létu dósir og flöskur í dósagáminn og úr því urðu þessi tré til.

Eins og vanalega hefur verið gert þá voru holur fyrir trén teknar daginn áður og moldin barst líka á svæðið og tók það næstum 2 tíma að afhenda hana, allt átti því að vera tilbúið fyrir laugardaginn, nei vaknar þá ekki Guðrún upp við vondan draum, hún gleymdi að það voru að koma 15 grenitré (flöskurnar) næsta dag svo það var ekkert annað að gera en að drífa sig snemma á laugardeginum og taka þær holur og voru þeir Sölvi og Finnsi í því verki og gerðu það vel.

Vegna veðurs og líka þar sem dagurinn varð öðruvísi en ætlað var þá varð að fresta niðursetningu trambólínsins vegna bleytu en Finnsi var búinn að marka hringinn en bleytan var svo mikil að verkinu var frestað til næstu helgar. Þar sem Guðrún var í ruglinu þá hafði hún ekki pælt í því að moldinni yrði að skipta því sumt átti að notast upp við Seyðishólinn og hluti við rafkassann og því ekkert annað að gera en að biðja Sighvat að koma og redda þessu og gerði hann það með stæl eins og sést á fyrstu myndinni en hún heitir „Vel skal til vanda sem lengi skal standa“.

Þessi heitir „Fit like a glove“ sést vel að það þarf Hallsfamilíuna til að koma svona stórri skófu í lítinn poka…)))

Meðan Sölvi og Finnsi tóku holurnar þá mætti Hans en hann er flugstjóri hjá Hansair til að taka myndir úr lofti
og hóf hann sig á flug og myndaði og nú ætti allir að vita hvar rafmagnskassinn er.



Klukkan 13:00 fór fólk að streyma úr öllum áttum svo það var ekkert annað að gera að beina þeim öllum upp að Seyðishónum til að gróðursetja 10 aspir og takið nú vel eftir, það tók heilar 17 mínutur að koma trjánum niður..))))  enda holur og smá mold til staðar og bara eftir að setja aspirnar í holurnar og gefa þeim vel að borða. Duglegt fólk sem við eigum. Síðan var tekin létt ganga að „Útí móa“ og næsta verk var að að setja 15 grenitré meðfram göngustíg og það tók kannski 45 mínútur, nei segi bara svona. Neðangreindar myndir af gróðursetningunni fara í myndabankann okkar.

Hin fjögur fræknu voru auðvitað mætt

Hvað er að frétta?..))


Formaðurinn var í felubúningi fram eftir degi en svo hættu flugurnar að ergja hann


Ef þetta er ekki flottur hópur má ég hundur heita

Frú Anna er alveg steinhissa á einhverju en Rut er víst meistari á þessari skóflu

Loksins kom blómastúlkan Tóta en hún og Guðný eru okkar aðal blómasjéní og hér í lokin má sjá fegurðina sem þær sköpuðu.


Ó já, réttu tólin eru sko til staðar

Nú er komið að því að sýna hversu duglegur hópurinn var þegar kom að því að troða flöskunum niður og það var sko fjör hjá liðinu og allir með sitt hlutverk á hreinu og með aðstoð Grænu þrumunnar létti hún troðurunum verkin.


 
Reynir, ekki hanga lengur á skóflunni……)))))


Anna tók bara skófluna af Reyni, nei joke



Svona í lok troðslunnar þá voru teknar örfáar myndir og verður ekki annað sagt en að við hlökkum til næstu helgar sem lýkur með partíi



Nú var kominn tími til að kíkja á blómastúlkurnar og þá kom í ljós að þeim hafði fjöglað um eina, hana Hrefnu eyjakonu og
þær stöllur voru búnað að gróðursetja út um allt


Guðný veit alveg hvernig skipulagið virkar


Hrefna búin með sitt verk


Tóta alltaf jafn glaðleg..))


ó þið eruð svo sætar, vonandi er Ómar bara að taka út verkið ekki í lúpínudrápshugleiðingum


Þetta er fánastangarblóm og Hrefna og Guðný alsælar

Hér koma svo myndir sem teknar voru á sunnudeginum en þá var Fanný komin í aferískt þema og fer það henni mjög vel


Sjáðið nú hvað hún Fanný er mikil dúllukona, búin að koma ítölsku börnunum fyrir og svooooo sætt


Tóta lét líka að sér kveða og fyllti hólinn bæði af trjám og blómum og þetta er að verða eins og í EDEN

Kæru Kerhraunarar sem tóku þátt í þessum degi, takk innilega fyrir ykkar framlag og þið stuðlið að fallegra Kerhrauni sem við megum vera stollt af.