Verklok nálgast

Eins og flestum er kunnugt sem leið hafa átt í Kerhraunið þá hafa staðið yfir miklar framkvæmdir við að keyra í veginn, hafa þær gengið vel og nú fer að nálgast sá tími að verkinu fer að ljúka.

Það ber þó ekki að skilja þetta þannig að endanlegur frágangur sé búinn enda er ekki svo og mun verktaki skila þessu í toppstandi eins og honum er einum lagið.

Enn og aftur hefur Elfar sannað það að hann er harðduglegur og geta Kerhraunarar verið honum þakklát fyrir að sinna þessu verkefni svona vel.

Það er ósk okkar stjórnarmanna að Kerhraunarar allir sem einn verði ánægðir með þessar framkvæmdir.