Nú líður að því að Verslunarmannahelgin skelli á, eins og allir vita þá er ekki búið að ljúka við að ganga frá öllum þeim fjórum göngustígum sem inn á sameiginlega svæðið liggja. Tveir stígar í norðri voru komnir en eftir er að ganga frá þeim tveim stígum sem í suðri eru.
Nú hefur orðið breyting á, því miðvikudaginn 27. júlí 2011 skelltu þeir Sigurdór og Guðfinnur sér í sveitina til að vinna við að leggja gögnustíg við lóðir 2 og 3. Eins og þeira var von og vísa þá luku þeir verkinu með stæl eftir 11 tíma vinnu í misjöfnu veðri enda með góðri hjálp Elfars og eru þeim þökkuð vel unnin störf.
.
.
Þetta þýðir að nú verður mjög auðvelt að komast með efnivið í brennuna og brennustæðið hefur aðeins verið lagfært, líka auðvelt fyrir þá sem ekki eru mjög liprir eins og t.d Gunna og það er líka löngu tímabært að fólk þurfi ekki að fara yfir lóðir sem jafnvel viðkvæmur gróður hefur verið settur niður.
.
.
Strákarnir mættir á svæðið með tól, tæki og bensínbirgðir
.
.
„Græna flugan“ klár í slaginn
.
.
Sigurdór mun vera annar af tveimur bestu smágröfumönnum á landinu
.
.
Svo er að taka út verkið sjálfur og gefa GO á áframhaldandi vinnu
.
.
.
Nú var komið að Finnsa að moka á flutningstækið
.
..
Allt gekk að óskum þar til allt var fast, nei, joke
en Elfar var mættur á svæðið
.
.
Elfar mokar af og Sigurdór er á fjórhjólinu
.
.
Allir að vinna
.
.
Litið yfir verk dagsins og haldið heim á leið