Versló 4. ágúst 2012 – Hittingur Kerhraunara

Tíminn líður svo hratt að það liggur við að það hefði borgað sig að fara ekki heim af varðeldinum í fyrra, hvað sem því líður þá er Versló að skella á og kominn tími til að hittast og skvetta aðeins úr klaufunum.

Að vanda þarf að gera eitthvað fyrir börnin og milli 14:00 og 16:00 verður brugðið á leik og ef einhverjir vilja leggja lið þá væri það vel þegið.

Brennan verður kl. 20:30 í Gilinu og brennustjóri verður Elfar, þeir sem eiga timbur ættu að koma því upp á planið við Gilið. Síðan er ómögulegt að segja til hver framvindan verður en tilgangurinn er einn og hann er sá að skemmta sér og kynnast öðrum Kerhraunurum.

„Amma myndar“ verður fjarverandi og því þarf einhver góður að smella af myndum til minninga og senda mér þær.