VERSLÓ 2013 – Dagskrá fyrir börn og GAMAN – SAMAN fyrir fullorðna

Verslunarmannahelgin 2013 er haldin í Kerhrauni, dagskráin verður bæði fyrir börn og fullorðna.

„MINI Ólympíuleikar“ sem haldnir hafa verið fyrir börnin hafa fengið nýtt nafn í ár og heita nú:  „Þjóðhátið Kerhraunsbarna 2013“

 

Dagskrá laugardaginn 3. ágúst er eftirfarandi:

Dagurinn hefst kl 13:00 og allir mæta við gatnamótin hjá Sóley og Gunna eins og í fyrra:

Tekin verða niður nöfn og aldur á þeim sem taka þátt.

1. Ratleikur

Ratleikurinn verður sniðinn að yngri og eldri börnum og  verður á göngustí­gunum á stóra sameginlega útivistarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að foreldrar fylgi yngstu börnunum, leiðin fyrir yngri börnin er styttri en fyrir þau eldri, því stuttir fætur­ fara hægar yfir. Eldri börnin fara lengri leið og er gert ráð fyrir að þau geti farið vegalengdina sjálf enda engin hætta á að þau týnist milli trjánna.

2. Þríþrautarkeppni

Sama þraut og var í fyrra, öll börn taka þátt í leiknum, tekið verður tillit til aldurs.

3. Reiptog

Það verða tvö tog, eitt fyrir eldri börnin og eitt fyrir þau yngri.

4. Eggjaboðhlaup

Börnunum veröur skipt niður í­ tvo hópa, ekki eftir aldri og fá þau yngri að taka þátt með þeim eldri.

5. Prik og rúlla

Þetta er leikur fyirr þá sem komnir eru af barnsaldri, hér geta þeir og fá tækifæri til að sýna snilligáfu, þolinmæði og líkamsburði sína.

Í boði verðu djús og vatn fyrir alla, verður það staðsett á pallinum hjá Sóley og Gunna sem bjóða enn og aftur fram aðstöðu fyrir leikana og eiga þau miklar þakkir skilið fyrir þeirra framlag.

Dagskrá laugardagskvöldið 3. ágúst er eftirfarandi:

1. Varðeldur

Varðeldurinn verður að hætti innfæddra og verður tendraður á slaginu kl. 20:05, þar sem „KK & Co“ ætla að syngja og spila og halda uppi söngvastemmingu mikilli. Allir beðnir um að koma með góða skapið með sér, sína fögru rödd og jafnvel sleipiefni fyrir raddböndin og munið að þið verðið að sjá um að skemmta ykkur og hinum í leiðinni.

Þar sem Garðar gleðipinni er farinn frá okkur mun hans verða minnst með að drekka hans skál en ekki verður þó nein flugeldasýning í leiðinni, þó er aldrei að vita hvað gerist þegar Garðars er minnst…..))).

Ef þessi dagskrá fær ekki alla til að vilja mæta, þá er okkur ekki viðbjargandi.

Sjáumst hress, ekkert stress, bless, bless.