Versló 2012 – Verðlaunaafhending til barna af öllum stærðum og gerðum

Þrátt fyrir að hafa ekki verið á staðnum þá er hægt að skynja spenninginn sem liggur í loftinu þegar kemur að verðlaunaafhendingunni hjá börnunum enda langur dagur að baki og mikið búið að leggja á sig. Að vanda sló Garðar gleðipinni ekki feilhögg þegar kemur að því að troða upp og tók þetta með annarri að hans hætti en fyrir verðlaunaafhendingu var spilað kraftmikið hvatningarhróp sem krakkarnir höfðu fyrr um daginn hrópað inn á gjallarhornið góða.

Að fá verðlaunapening sem barn getur kvatt barnið til áframhaldandi dáða og hver veit nema að eitthvert þessara barna muni í framtíðinni verða á raunverulegum Ólympíuleikum að keppa fyrir Íslands hönd og þá munum við líta til baka og minnast þess þegar við héldum MINI Ólympíuleika í Kerhrauni.

Minnug þess á fyrstu barnaleikunum þegar börn fóru að keppa þá æstust konur sem karlar upp og áður en varði voru foreldrar komnir á kaf í keppnina og hver man ekki eftir sælusvipnum á Svönu þegar hún fékk verðlaunapening óvænt frá Garðari.

 

.

Eftirfarandi myndasería sýnir gleðina sem skýn úr augum barnanna þegar þau eru verðlaunuð og kvatning til okkar hinna að koma sem fyrst upp aðstöðu fyrir Kerhraunsbörnin á útivistarsvæðinu okkar.
.


.

.

.
.

.


.

.

.

.

.


.