Vegaframkvæmdir – þeim líkur aldrei..))

Enn og aftur er komið að því að betrumbæta vegi Kerhraunsins og „sérstakur vegamálstjóri“ ræður þar ríkum, í dag laugardaginn 7. júní var keyrð rauðamöl í þá staði í veginum sem lagfæra þurfti og auðvitað tókst það vel enda ekki við öðru að búast.

Fljótlega verður svo farið að bæta gráu lagi ofan á þann hluta vegarins sem grá er, þegar því er lokið verður veguinn allur heflaður og rykbundinn að hluta enda engin vanþörf á þar sem ryk er þá þegar farið að angra fólk.

IMG-20140607-00436

Klausturhólabóndinn var ekki lengi að keyra það magn sem til þurfti og Hallur dreifði úr og lagaði að sinnieinstöku lagni .