Varðeldur VERSLÓ 2010 – ó ó ó ó

Á síðasta aðalfundi var skipuð nefnd til að annast og skipuleggja Verslunarmannahelgina okkar og voru þeir Garðar Vilhjálmsson og Reynir Sigurðsson skipaðir í nefndina. Til að gera langa sögu stutta þá stóðu þessir tveir ágætist menn sig frábæralega, senda Kerhraunarar þeim sínar bestu kveðjur og þakklæti fyrir þeirra framlag.

Varðeldur var tendraður af BRENNUSTJÓRA á slaginu kl. 21:00 og þrátt fyrir smá byrjunarerfiðleika í tendringu þá tókst honum að vera á mínútunni. Fljótlega tók fólk að streyma að úr öllum áttum og fjölgaði svo þegar líða tók á kvöldið. Garðar sá um verðlaunaafhendinguna sem vakti mikla lukku og Reynir sló á létta strengi, börnin grilluðu sykurpúða, brennustjóri bæði tendraði elda og slökkti elda eftir því hvað við átti.

Garðar lét ýmislegt flakka í fj…   gjallarhornið og ef einhver á upptökur af því væru þær vel þegnar, REIKA mætti á svæðið og yljaði sumum en aðrir grettu sig , Reynir spilaði á gítarinn af sinni alkunnu snilld og fólk tók undir í söng og síðast en ekki síst fóru börnin glöð og sæl heim.

Þessi ljúfa kvöldstund tókst með eindæmum vel og verður endurtekin að ári liðnu.

Boðið var í partý hingað og þangað þó aðallega þangað og flestir fóru á Sléttuna til Garðars en „Amma myndar“ var alveg búin á því enda búin að vera að síðan 8:30 og fór heim að sofa en ætlar að mæta á næsta ári. Fréttir bárust af því að allir hefðu verið í banastuði í partýinu, voru lengi að, enda mátti sjá að það hvíldi mikil ró yfir Sléttunni næsta morgun sem er frekar sjaldgæft…)))

 


.
Mættur á staðinn
.

Allar myndir á Innraneti: Myndir/Árið 2010