Úr fundargerð GOGG 15. des. 2010 – Það kostar að ganga ekki vel um öryggisboxið

Í síðustu fundargerð Grímsnes- og Grafningshrepp frá því 15. desemkber sl. undir lið 6 mátti lesa eftirfarandi:

6. Gjaldskrá og reglur vegna lása og lykla í frístundabyggð

Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá vegna lása og lykla í frístundabyggð. Sveitarstjórn samþykkir að hver lás sé seldur á kostnaðarverði kr. 20.000 og hver lykill kosti kr. 1.500.
Að auki skal tryggja sölu að minnsta kosti 20 lyklum við kaup á fyrsta lás.

Það kostar því sitt að ganga ekki vel um hliðið/öryggisboxið.

Af lyklinum sem hvarf er það að frétta að hann er EKKI enn kominn til baka í boxið en til þess að hressa aðeins upp á, þá gerðist þetta þannig að sá sem tók lykilinn var með öryggistöluna, opnaði boxið, tók lykilinn, opnaði hliðið, lokaði hliðinu, stakk lyklinum á sig og skildi eftir framhlið boxsins á jörðinni.