Þrátt fyrir að veðurstofan spái brjáluðu veðri halda Kerhraunarar ótrauðir áfram

Fimmtudaginn 1. nóvember 2012 er veðrið á landinu mjög vont og flestir með fullu viti …..)) klára sinn vinnudag, fara svo heim og hafa það hugglegt, það hvarflar ekki að nokkrum manni að fara út og smíða hvað þá að byggja heilu húsin. Staðreyndin er samt sú að þetta er að gerast í okkar ástkæra Kerhrauni, eins og allir vita eru Sóley og Gunni alveg að missa sig við byggingu „Hjónadyngjunnar“, una sér hvorki svefns né matar, hafa nú fengið harða samkeppni og aldrei að vita hvað kemur næst.

Við hliðina á Sóley og Gunna eru Lúðvík og Lovísa, við hliðina á þeim stendur líka mikið til því þar er verið að taka fyrir grunni, búa til innkeyrslu á lóðina, þar mun vera á ferðinni hann Hjalti sem lengst af hefur verið í Danmörku en er nú á fullu í að framkvæma, engar nánari fréttir er að hafa hversu langt verður farið með framkvæmdir hjá honum í ár. Já svona er nú lífið i Kerhrauni.

 

.
Sóley mun vera farin að sauma gardínurnar