Til framtíðar litið – Til upplýsinga og umhugsunar fyrir KERHRAUNARA

Það er margt sem varast þarf í henni veröld og í Kerhrauni sem og öðrum svæðum gildir deiliskipulag sem þarf að virða.

Þykir full ástæða til að upplýsa lóðareigendur um eftirfarandi:

Í deiliskipulaginu er svæði meðfram vegum (allt að 3 mtr. sinn hvoru megin) sem eru vinnusvæði sem notast af RARIK, GOGG fyrir kaldavatnið og Hitaveitu Hæðarenda  fyrir heita vatnið, í þessum svæðum þarf oft að rótast í og jafnvel marg grafa upp.

Eigendur lóða þurfa að passa að ALLUR HLUTI TRJÁA (greinar þar með) séu innan lóðar hjá viðkomandi.

Það sem gildir er að TRÉ, GIRÐINGAR, MANIR o.fl. sé innan lóðar hjá viðkomandi.

Það hefur borið á því að fólk er að framkvæma ýmislegt alveg út við götu, það eru eindregin tilmæli frá stjórn að þess sé vandlega gætt að ekki sé sett neitt í þessi svæði því það er og verður bara til vandræða þegar og ef til  framkvæmda kemur. Þetta snýst að mörgu leyti um skynsemi.