Kerhraun

15. febrúar 2012 er sterk vortilfinning í Kerhrauninu

Eftir langan og strangan vetur er loksins snjórinn að fara í Kerhrauni, jafnvel plöntur og grænmeti koma iðagræn undan snjó. Sóley dvelur þessa dagana í Kerhrauni og hennar aðal skemmtun er að fara í pottinn og borða kálið sem kom undan snjó tilbúið á diskinn.

Þegar svona háttar til fer hugurinn á flug og gott að láta sig dreyma um sumarið sem manni finnst vera á næsta leiti þegar veðrið er allt að 7° en sagan segir að Kerhraunari sé að undirbúa komu sumarsins og vinni hörðum höndum að lokasmíði heitapottsins en þessari útfærslu kynntist hann í Noregi á sínum yngri árum.