Sumarið kom loksins og það með stæl – Næst kemur VERSLÓ

Það hefur ekki mikið farið fyrir fréttaflutningi úr Kerhrauninu þetta sumarið enda fréttaritarinn þrælupptekinn og lítið sem ekkert að frétta eins og veðrið hefur verið, nú eu hefur hins vegar allt breyst og sumarið er komið, sólin skin glatt, allir eru glaðir og það rennur upp fyrir okkar að það er næstum komin Versló.

Um Versló höfum við alltaf gert okkur glaðan dag en í ár hvílir skuggi yfir, „Garðar gleðipinni“ er farinn og það er vandfyllt skarðið hans, við megum ekki láta deiga síga heldur sameinast um að gera það besta úr öllu og því er biðlað til þeirra foreldra sem ætla að vera í Kerhrauninu um Versló að leggja okkur lið við að gleðja börnin.

Hvað verður í boði veit enginn en af mörgu er að taka:
Vöfflubakstur, stafsetningkeppni, reiptog, feluleikur, frístyle keppni, flugdrekakeppni, boltakeppni, karok, spretthlaup og svona mætti lengi telja.

Nú þurfa allir að leggja hausinn í bleyti og komast að niðurstöðu hvað væri mest gaman að gera saman um VERSLÓ.

 

Gaman væri að heyra frá einhverjum sem vill leggja okkur gamla stjórnarfólkinu liðAðstaða stjórnar um VERSLÓ er í GILINU