Í sól og sumaryl, sér léku lítil börn, ljúft við litla …

Já, nú er gaman í Kerhrauni, sólin er í brjáluðu stuði og hellir geislum sínum yfir menn og mýs en auðvitað er alltaf eitthvað sem angrar og margir hafa orðið fyrir barðinu á flugunni síðustu daga, sérstaklega þeir sem eru að slá blettina sína.

Fréttaritari fékk upplýsingar um að Kerhraunari nokkur sem talinn er vera með þeim myndarlegri á svæðinu hafi slegið blettinn sinn að kvöldlagi, fór svo sæll og glaður í rúmmið með konunni, vaknar svo um miðja nótt með einhver ónot, fer á wc og um leið og hann gengur inn í baðherbergið blasir við honum hræðileg sjón, fílamaðurinn eða kílamaðurinn stóð beint fyrir framan hann og hann rak upp skaðræðis öskur.

Þegar betur er að gáð reynist hann standa fyrir framan spegilinn, í speglinum er þetta ekki hann, heldur einhver afmyndaður maður, frúin kemur hlaupandi og rekur líka upp öskur mikið og vill hringja á 112 og tilkynna innbrot, maðurinn vill hins vegar að hringt sé í 112 og beðið um næturlækni til að fá hann til að koma og vita hvort þetta sé hann eður ei.

En svo róast ástandið og saman koma þau sér saman um að þetta sé hann og best sé að hringja í lækni og vita hvað eigi að gera, niðurstaðan var sú að í dag er hann á lyfjum og sterum til að finna aftur gamla góða myndarlega Reyni. Svona getur flugan leikið mann grátt..))

 

 

Þetta eru af litlu barnabörnunum þeirra Tótu og Hans á göngu í Kerhrauninu, þau voru við öllu búin og deildu flugnanetinu í sátt og samlyndi.