Skipulag stóra útivistarsvæðisins lá fyrir, þá voru fyrstu vinnuskrefin tekin

Eins og flestir vita og muna lögðum við í það stórvirki að láta skipuleggja sameiginlega útivistarsvæðið sem er hvorki meira né minna en 10 ha og því ekkert smá smiði, til þess að fá sem mest út úr svæðinu tók Berglind Guðmundsdóttir, landslagsarkitekt að sér að koma með tillögu sem var kynnt á aðalfundi 2011.

Ef einhvern daginn þessi tillaga verður að veruleika þá er óhætt að fullyrða að það er ekki hægt að finna skipulagt sumarbústaðahverfi á landinu sem getur státað sér af svona fullkomnu svæði þar sem hægt verður að fara í heilsubótagöngur, hlaupa og eða skokka, stunda fimleika..)), koma saman og skemmta sér, grilla, með aðstöðu fyrir börn og fullorðna til að bregða á leik, sparkvöll og ekki má gleyma að hægt verður að njóta gróðursins sem gróðursettur hafði verið í gegnum árin.

Eins og einhver sagði þá má alltaf láta sig dreyma.

Eftir mikla yfirlegu til að komast að því hvar upphafspunkturinn væri þá komst „verkfræðingurinn“ að niðurstöðu og menn héldu út á þetta stóra svæði til að finna punktinn.
.

.
Viti menn, hér er hann..))
.

Til að fólk geti áttað sig á stærð svæðisins er ágætt að reyna að koma auga á
mennina á myndinni hér að neðan
..
Með því að „súmma“ eins langt inn og mögulegt var komu
þessir litlu menn í ljós
..
Eftir margra, margra tíma puð lauk verkinu loksins en
mikið voru menn orðnir þreyttir og  þvældir
.
þið voruð svakalega duglegir, Hans, Finnsi og Sigurdór
.Nú er bara að fara í flugtúr og mynda úr lofti hringina::))))