Samstarfssamningur um hitaveitukaup tilbúinn

Með tilkomu þessa samnings þá er að verða að veruleika að við fáum hitaveituna í Kerhraunið og því hljóta þetta að teljast merkileg tímamót hjá okkur.

Hitaveitunefndin hefur unnið hörðum höndum fyrir okkur félagsmenn að láta þetta verða að veruleika og nú er komið að þeim sem skráðu sig fyrir heitu vatni að gera persónulega samninga. Fljólega verður boðað til fundar en þar munu samningar verða tilbúnir til undirritunar.

Hitaveitunefndin á þakkir skilið fyrir þá miklu vinnu sem hún lagði á sig fyrir okkur félagsmenn og hér með er komið á framfæri þökkum til þeirra Hans, Elfars, Harðar og Finns Reys frá okkur öllum í Kerhrauni.