Rúm vika í „Þorrablót Kerhraunara“ og spennustig að aukast

Vetur konungur er enn að störfum og minnir reglulega á sig og það nýjasta er að í vændum er hörkufrost. Það er samt annað sem yljar manni og það er þar næsta helgi. Það þýðir að það er bara rúm vika í fjörið og margur góður maðurinn er að missa af miklu. Það er búið að fá kjötið enda Sóley með allar klær úti að afla hráefnis og heyrst hefur að Elfar hafi lagt henni lið…)))

Fimleikafélag Kerhrauns hefur verið í stífum æfingum og Hörður tók neðangreinda mynd af G—-  á síðustu æfingu og hafði orð á því að partnerinn væri að verða ansi góð- -. (hvernig á annað að vera þegar æft er linnulaust alla daga, já alla daga milli 17:00 – 19:00).  Hlökkum til að sjá ykkur þorrablótsgestir og munið „Hattaþemað“ sem enginn sleppur við að muna.

 

mynd 2