Plöntukaup fyrir félagsmenn

Gróðursetningar- og tiltektardagurinn verður að
þessu sinni haldinn 5. júní nk. (12. júní til vara ef
veður verður leiðinlegt) og þau sem sáu um
undirbúning (Sóley Þórmundsdóttir, Anna María
Guðlaugsdóttir, Þorsteinn Sigvaldason og Torfi K.
Karlsson) hafa fengið frábært tilboð frá Skógrækt
ríksins, því hafa þau ákveðið að láta félagsmenn
njóta þess líka og býðst KERHRAUNURUM að panta stafafurur.

Þar sem plönturnar eru hnausplöntur þarf að taka
þær upp fyrir 15 maí.  

Þegar þessar plöntur eru gróðursettar er mikilvægt
að grafa góðar holur og setja skít í þær og mikið vatn
með að sögn seljanda. 

Eftirfarandi STAFAFURUR eru í boði:
1 – 1,5 mtr hnausplöntur á 3.500 kr
50 cm hnausplöntur á 1.500 kr.

Nauðsynlegt að skila pöntuninni fyrir kl. 20:00, 9 maí nk á netfangið:  soleyath@simnet.is