Músafaraldur á Suðurlandi

Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum þá er einhver mesti músafaraldur í manna minnum fyrir austan fjall og meindýraeyðir á Selfossi annar ekki eftirspurnum.  Þar sem mýsnar eru í ætisleit ættu húseignendur að huga vel að öllum vörnum og jafnvel í góða veðrinu að renna og kanna aðstæður svo þessar elskur verði nú ekki búnar með allt góðgætið okkar enda eru þær ekki mjög vandlátar,  því í fyrravetur gæddu þær sér á heillri flösku af AFTER SUN hjá konu í Kerhrauninu…))). Nefnum engin nöfn.

Í framhaldi af þessu á þessi saga erindi til Kerhraunara. Sagan segir frá einum stoltum Lexus eiganda sem fór með bílinn sinn í 20.000 kílómetraskoðun. Lexusinn hafði ekki verið lengi á verkstæðinu er verkstæðisformaðurinn hafði samband við eigandann og spurði hvort hann byggi í sveit. Hann svaraði að bragði að svo væri ekki og var hann þá spurður hvort hann væri mikið á bílnum í sveit. Maðurinn sagðist eiga sumarbústað fyrir austan fjall og þangað færi hann af og til. Sagði þá verkstæðisformaðurinn að skýringin væri komin á því hvers vegna rafmagnsleiðslur í bílnum væru meira og minna sundurnagaðar.

 

Þessar mýs eru ágætar