Lyklar að hliðinu til afhendingar á aðalfundi

Eins og fram kom í síðustu stjórnarfundargerð þá var ákveðið að hafa lykla til sölu á aðalfundinum, enda hafa ekki allir nálgast lyklana sína og því óþarflega mikil notkun á öryggisboxinu.

Verð á lykli er kr. 900.-

Þetta er eingöngu gert til að auðvelda þeim sem eftir eiga að fá lykla og hafa ekki haft tækifæri til að nálgast þá og einnig að spara Kerhraunurum póstsendingakostnaðinn.

Hver lóðarhafi getur auðvitað verið með fleiri en 1 lykil, vinsamlegast sendið póst á gudrunmn@simnet.is og pantið lykil/lykla í tíma.