Laugardagurinn 18. september 2010 milli 9:00 og 13:59

Það er of langt mál að tíunda allt það sem fram fór morguninn þann en í meðfylgjandi myndasafni þar sem sumum myndanna fylgir stuttur skýringartexti  má rekja nokkurn veginn það sem fram fór. Góða skemmtun.

.
9:00
Sigurður mættur og mundar röratöngina og
nú skal kraninn settur á fyrir athöfnina
.


.

.
10:00
Finnsi að undirbúa að koma sviðsmyndinni fyrir og voða fegin
að myndin skuli vera farin af borðstofugólfinu heima
enda konan búin að vera að rembast við að koma þessari hugmynd á vegg
.

.
11:00
Einhver dýrðarljómi yfir Guðbjarti sem nægir honum
þó ekki, því hann er bara alls ekki tilbúinn
.

.
og Sigurður lokar fyrir allt heila klabbið en lofar að koma seinna
.


.
12:00
Fyrsta bunan frá Sigurði og ánægjan leynir sér ekki hjá Finnsa og Steina
.

.
12:30
Finnsi hringir í Sigurð og segir að vatnið sé komið til okkar hjónanna
.

.
Vá!
 –  „Vatnið er líka komið til okkar“ segja Hans og Tóta
.

.
Hjá Kollu er komið vatn í baðkranann og þá hlýtur
Kjaran líka að hafa fengið eitthvað
.

.
og viti menn, Kjartan sver að fyrst vatnið sé komið til
Kollu þá sé það líka komið til hans
.

.
13:00
Sigurdór fullyrðir að hann sé með vatn til upphitunar
.

.
og líka neysluvatn, en er þetta ekki bara vatnið sem var í rafmagnshitakútnum ?:::)))
.

.
13:15
Finnsi að skrúfa frá vatninu svo það verði nú
örugglega orðið heitt þegar kemur að því að nota það í blandið
.

.
eða er hann að pæla í hvort það sé ekki alger óþarfi að eyða
heita vatninu í blandið
.

.
13:30
Bardömurnar mættar og þær segjast vera vanar
.

.
13: 40
Baðkranann prófaður og hann bara virkar
.


.

.
13:50
Sjússamælirinn góði en það er alger óþarfi að
gefa dúknum að drekka Sóley?
.

.
„Amma myndar“

.

13: 55
Loksins lét einhver sjá sig enda ekki seinna vænna,
klukkan alveg að verða 14:00
.


.

.

.

.

.
13:59
Ræðumaður dagsins og frú
.

.
Vestmannaeyjingar
.

.
og fleiri Vestmannaeyjingar
.

.
Verðandi kartöfluútflytjandi
.

.
Nágrannar, 4. þáttur – Magga, Guðlaugur og Torfi mætt
.


.

:

.

Hörður!
Það þýðir ekker að snúa sér undan og reyna að láta líta út fyrir
að þú hafir engann áhuga á húsinu
.


.

.

Hvað var aftur hlýtt þennan dag, Lúlli ???
.

.
Tofi og Magga
.

.
Ekkert smá flottur hitaveitubóndinn

.

.
Gott, Áki minn þú stóðst við loforðið að koma – takk
og sumir myndast svo vel í rauðu
.

.
Hafa strákarnir áhuga á að vera baksviðs eða hafa þeir áhuga á vélum???
.

Og nú sló klukkan 14:00
.

Myndir hér að neðan eru teknar meðan á athöfn stóð
.