Landnemar í Kerhrauni?? – Niðurstaða leitar

Þeir sem muna eftir frétt þar sem verið var að velta fyrir sér hvaða landnemi eða landnemar væru búnir að koma sér fyrir hjá Guðbjarti og frú, þá er það að frétta að unnið hefur verið stanslaust að því að fá dýrið til að sýna sig og menn spenntir yfir að sjá hitaveitudýrið mikla þó flestir væru á þeirri skoðun að þetta væri nú frekar minkur.

Eftir margar tilraunir skipti minkabaninn um skoðun og útbjó göngubrú upp í vatnsfötu sem látin var standa við holuna – Viti menn, árangurinn lét ekki á sér standa og nú er talið að það séu mun færri mýs í Kerhrauninu. Mission completed, við þurfum ekkert að hafa áhyggjur þó við sjáum svona göng enda betra að þær búi í sérbýli heldur en í okkar húsum.
.

.
Þar sem þetta er nú hálfgerð hryllingsmynd er reynt að fela hana. Hér má sá allar þær mýs sem fóru „YFIR BRÚNA, MILLI LÍFS OG DAUÐA“ og endu svona. Æ, greyjin litlu.
: