Jólin 2012 – Jólakveðjur til Kerhraunara

Kæru Kerhraunarar, hugheilar jóla- og nýárskveðjur, megi friður og óskir um bjarta framtíð fylgja ykkur inn í nýtt ár og verði jólin ykkur gleðileg í faðmi fjölskyldunnar, vina og vandamanna.

 

.

 

Áramótin eru tími gleði og væntinga og að strengja áramótaheit er nokkuð sem allir eiga að gera og stefna að framförum til að gera lífið sem er framundan viðburðarríkara og enn skemmtilegra.

Látum jólaljósin lýsa okkur inn í framtíðina og tökum fagnandi á móti nýju ári með öllu sem það hefur upp á að bjóða.

Stjórnarmenn, Hans, Guðrún, Sigurdór, Fanný og Guðbjartur þakka innilega allar samverustundirnar sem við höfum mátt njóta með ykkur kæru Kerhraunarar á árinu sem er að líða og óskum ykkur velfarnaðar á komandi ári.