Jólakveðjur til Kerhraunara nær og fjær

Fyrsta jólakortið varð til fyrir algera slysni. Í desember árið 1843 áttaði Henry Cole, mikilsmetinn Lundúnabúi, sig á að hann hafði gleymt að skrifa bréf með jólakveðjum til vina og ættingja. Honum hraus hugur við því að þurfa að skrifa öll þessi bréf á svona stuttum tíma og þess vegna bað hann vin sinn, listamanninn John Callot Horsley, að hanna fyrir sig kort með staðlaðri kveðju. Innan fárra daga var fyrsta jólakort sögunnar tilbúið, það voru aðeins prentuð 1000 stk. Það var afar látlaust í útliti, með mynd af fólki við gleðskap og alveg án trúarlegs ívafs. Kveðjan var einföld „Gleðileg jól og gæfuríkt nýtt ár“. Horsley var einn af uppáhalds listamönnum Viktoríu drottningar og varð hún yfir sig hrifin af kortinu. Að hennar áeggjan lagði hann fyrir sig að gera fleiri kort og keypti drottningin hundruð þeirra til að senda fjölskyldu sinni og vinum.

 

Gleðileg jól með ósk um gæfu og velfarnað á nýju ári

Hafið það sem allra best….

Þó að engin sjáist sól,
samt ei biturt gráttu.
Nú skal halda heilög jól,
hugga alla þig láttu.

Jól í koti, jól í borg,
jól um húmið svarta.
Jól í gleði, jól í sorg, 
jól í hverju hjarta.