Í Kerhrauni sunnudaginn 14. nóvember 2010

Eftir vindasaman dag í gær þá var veðrið í dag algjör andstaða, logn og sólskin en frekar kalt. Frekar fámennt var á svæðinu en þó mátti greina vélahljóð og smiðshögg í kyrrðinni.

Þetta skemmtilega fyrirbæri á myndinni fannst hjá Sóley og Gunna, það væri gaman ef þið gætuð áttað ykkur á hvað þetta er.