Bóndadagurinn er i dag, föstudaginn 24. janúar 2014

Í dag er Bóndadagur svokallaður eða fyrsti dagur Þorra, en hann á sér langa sögu sem hefur ekkert með kaup á gjöfum að gera heldur á hann meira sammerkt með „ritúölum“ til að vingast við náttúruöflin. Nútímakonur keppast við að þóknast bónda sínum með alls konar gjöfum eða góðum mat og þar erum við Kerhraunskonur engin undantekning og byrjum á neðangreindum fordrykk.

 

 

 

 

Þessi dagur var að mörgu leit mun skemmtilegri í gamla daga því þá var það skylda bænda ‘að fagna þorra’ eða ‘bjóða honum í garð’ með því að þeir áttu að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann morgun sem þorri gekk í garð. Áttu þeir að fara ofan og út í skyrtunni einni, verabæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra brókarskálmina og láta hina svo lafa eða draga hana eftir sér á öðrum fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp bæjarhurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum allan bæinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða þorra velkominn í garð eða til húsa.

Vera má að einhverjir hafi gert að gamin sínu á síðustu öld að apa þennan leikaraskap eftir hinni skálduðu frásögn en sumum konum finnst að íslenskir karlmenn ættu að hafa þetta eins og Finnar gera þegar þeir gera sér glaðan dag.

Hvað sem öllu bulli líður þá munum við Kerhraunkonur standa okkur á bóndadeginum, það væri samt gaman þrátt allt að sjá þessa sjón þó ekki væri nema einu sinni.

 

 

Þetta gæti líklega ekki gerst í Kerhrauninu því eina sænsk/norska/finnska húsið er hvítt, ekki satt??


 


.