Allir þekkja „Gulli byggir“ en ekki allir „Gulli byggir 2“ en nú er hann mættur í Kerhraunið

Það var í byrjun sumars árið 2011 nokkrum dögum eftir að Guðrún hafði haldið upp á afmælið sitt að hjónakornin fóru að undirbúa sig því mikið stóð til, draumahúsið sem skóflustungan hafði verið tekin nokkrum dögum áður átti að fara að rísa og því var mikill spenningur í gangi.

Finnsi hafði þá þegar tekið fram öll sín tól og tæki og Guðrún var léttstíg og sveif um landareignina til að leggja á ráðin, viti menn í einni sveiflunni gerðist hið óvænta, önnur löppin benti í suður og hin í norður, það lá ljóst fyrir miðað við óhljóðin sem heyrðust víst mjög vel í  Miðengi að ekki var allt eins og það átti að vera og framundan var tími sem við viljum ekki ganga í gegnum aftur því þetta mætti kalla tíma „Haltur leiðir blindan og blindur leiðir haltan“ og satt best að segja vorum við þeim tíma fegnust þegar árið 2012 rann upp.

Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og margar og miklar breytingar hafa verið gerðar á draumahöllinni, en nú er sá tími runninn upp að komið er að framkvæmdum, okkur til aðstoðar höfum við fengið „Gulla 2. byggir“ og ætlar hann sér stóra hluti á staðnum enda maður fimur með hamarinn.

Í margar vikur hefur Finnsi verið að moka með „Grænu flugunni“ og þrátt fyrir smæð sína hefur þetta potast áfram, eins og sést á myndinni þá er alltaf byrjað á því að finna „upphafspunktinn“ þegar farið er í stórframkvæmdir og „verkfræðingurinn“ var ekki lengi að finna hann.
.

.

„Margur er knár, þó hann sé smár“ og það á vel við þegar talað
er um „Grænu flugunana“
.

.
eftir að grunnurinn hafði verið valtaður þá fannst Finnsa sem
nýr flugvöllur væri kominn í Kerhraunið
enda gamall draumur að hafa hér völl.
.

.
„Gulli  byggir 2“ og Finnsi tóku strax til við að slá upp fyrir
grunninum og málbandið
og pípandi tól voru á lofti langt fram á kvöld
og það var lamið og barið,
.

.
svo gerðist hið óvænta, lamið var á fingur og dagurinn næstum
ónýtur, það skal tekið fram að þetta er fingurinn
á Finnsa sem fékk þessa útreið
.

.
og einhvern veginn fékk „Amma myndar“ á
tilfinninguna að Finnsi vildi ekki ræða þetta frekar
.

.
Svo kom flugan, mikið getur hún verið til vandræða
en verkið gekk samt eins og í sögu
.

.
og áður en hringurinn lokast er ágætt að líta á teikningarnar..))
.

.
og smiðurinn var svo ánægður með verkið að hann
lagði til að reist yrði stytta honum til heiðurs
.

.
og því var ekkert annað að gera en að slá upp fyrir
undirstöðuna af „Gulla byggir 2“
en í rauninni er þetta einhver styrktarköggull
.

.
Stefnt er að því að steypa sökklana föstudaginn 6. júlí og
Guðrún er ekkert smá fegin að það verður ekki 7. júlí
því þann dag árið 2011 gerðist hið óvænta, þið vitið  ..))