Þeir sem hlustuðu á kvöldfréttatíma RUV föstudaginn 29. nóvember 2013 muna sjálfsagt eftir frétt þar sem greint var frá því að Landsbókasafn Íslands hafi ákveðið að hefja söfnun á góðum vefsíðun til þess að þær glötuðust ekki í framtíðinni og yrðu aðgengilegar þjóðinni um aldur og ævi.
Þessar vefsíður flokkast sem menningararfur þjóðarinnar og viti menn, hvaða síðu er að finna í vefsafninu….)) nema hina einu sönnu www.kerhraun.is, takið eftir þegar þið smellið á linkinn að þar er gömlu síðuna að finna.
http://vefsafn.is/?page=wayback-results&site=http%3A%2F%2Fkerhraun.is
Það bærist í brjósti mér stolt og vonandi hjá fleirum en mér. Ástæða fyrir okkur að halda ótrauð áfram.