Hvað er betra en að fá sér kalóríubombu í lok september ??

Í tilefni þess að búið er að loka Kerbúðinni þá verður að segjast að sumarið í sumar var ekki hagstætt rekstraraðilum búðarinnar, getgátur eru um að það hljóti að vera veðrinu að kenna og þessar elskur sem staðið hafa að þessu mega ekki missa móðinn þó veðurguðinn sé í fúlu skapi í allt of langan tíma.

„Mamma terta“ heldur ótrauð áfram þó búið sé að loka Kerbúðinni og nú er það „Haustlitatertan“ sem er að slá í gegn í Garðabæ og bara spurning að finna rétta heimilisfangið í Garðabænum.