Eins og þeir vita sem dvalið hafa í Kerhrauninu hefur verið unnið að því að leggja rörin og grafa fyrir heimtaugunum bæði af VERKTAKANUM og LEIGULIÐANUM, Sigurður er komin hálfa leið að Hæðarenda með stóru lögnina og fær restina af rörinu 6. ágúst og þá fer nú lífið að verða spennandi.
Set ætlar svo að afhenda heimtaugarör til VERKTAKANS og LEIGULIÐANS um miðjan ágúst, en vegna sumarleyfa erlendis og skekkju í birgðatali hjá Set fóru plönin aðeins úr skorðum hjá strákunum OKKAR.
En hvað sem því líður þá er hitaveitan ekki langt undan, því er bara að brosa og hugsa um hversu stutt það er þangað til við getum farið að fara í pottinn.
Aumingja Siggi er með „Ömmu myndar“ á hælunum.