G&T dagurinn 21. maí 2011

Gróðursetning í Kerhrauni er komin til að vera segja sumir en aðrir vilja frekar að möl verði keyrð í alla vegi á svæðinu, skoðunum fólks verður ekki breytt enda eðlilegt að fólk hafi mismunandi skoðanir á hlutunum en þó verður að segja að ástand vega er ekki upp á það besta þessa dagana.
.

.
Hvað gróðursetningardaginn varðar þá vonast allir eftir góðu veðri daginn þann en tíðarfarið undanfarnar vikur hefur verið fremur sérstakt og því ekki á vísan að róa og mikið grín búið að vera í gangi varðandi veðurspá Guðrúnar á heimasíðunni enda töldu sumir að hún væri í einhverju bjartsýniskasti. Guðrún bað menn um að bíða þar til dagurinn rynni upp og viti menn, þegar fólk fór á stjá var pínu frost, frekar vindasamt og hitinn ekki voða mikill, þó var ekki hvít jörð, nú hlakkaði í sumum en Guðrún gaf sig ekki og ítrekaði að hennar spá væri í gildi kl. 12.00.

Hvað sem á undan er gengið skiptir ekki máli því gróðursetningardagurinn var runninn upp og er þetta í fjórða skiptið sem þessi dagur er haldinn, að vanda var búist við allt að 30 manns enda höfðu 4 látið vita að þeir myndu mæta og því til pylsur, gos og kaffi handa þeim…))). Í þetta skipti átti að gróðursetja meira magn er verið hefur og því hafði undirbúningur verið með öðru sniði en vanalega.

„Drengirnir okkar“ grófu holurnar helgina áður sem flýtti mjög fyrir, plöntur sem áttu að koma að morgni gróðursetningardagsins urðu að afhendast daginn áður og var það heilmikil vinna sem fór í að losa ca 470 plöntur og mátti sjá votta fyrir svitadropa á enni Guðfinns, Hans blés ekkí úr nös en Guðrún var frekar glansandi. Þegar þessu verki var lokið dreifðu stjórnarmenn plöntum til þeirra félagsmanna sem höfðu keypt.

Moldarhlass kom á föstudagskvöldinu og úr því varð smá drama því bíllinn sökk á bólakaf og sat þversum á beina kaflanum og varð það til þess að enginn komst inn á svæðið og allt fór þetta vel í lokin.

Rétt um kl. 10:00 á laugardegi byrjuðu stjórnamenn að setja mold í holurnar og formaðurinn var í essinu sínu enda vel tækjum búinn með fjórhjól til umráða og þótti sumum hann fara heldur geyst yfir svæðið en stórir strákar þurfa að leika sér. Menn voru varla nema rétt byrjaðir á verkinu þegar fólk fór að streyma að úr öllum áttum og því ekki til setunnar boðið og gróðursetning hófst.

Hvað veðrið varðar þá stóðst heimasíðuspáin 100% og því útrætt mál hvað þetta varðar, en næsta mál, þvílíkt dugnaðarfólk sem Kerhraunarar eru, hver plantan af annarri fór í jörðu og það sá fyrir endann á gróðursetningunni,  þá ropar einhver út úr sér „Það eru nokkrar plöntur niður við gám, eru þær í eigu félagsmanna“. Guðrún rak um skaðræðis vein og sagði að búið væri að afhenda öllum sem keypt höfðu sínar plöntur og því væri þetta í eigu félagsins og bað strákana að ná í allt heila klabbið. Stukku þeir af stað og birtust eftir fáeinar mínútur með næstum 35 stk og enn veinaði Guðrún.

Hvernig stóð á þessu, engar holur, allt of margar plöntur og allt í panik. Þá var það Sigurdór sem tók öll völd og leysti málið á stundinni „2 holur á mann, konur sjá um mold og vökvun, ekkert mál OK?“

Hálftíma síðar var allri gróðursetningu lokið og kominn tími á að bjalla í yfirkokkinn og hans aðstoðarfólk og tilkynna að skarinn væri á leiðinni í mat, að vanda voru það hjónin Sóley og Gunni sem buðu afnot af húsi sínu og eiga þau þakkir skilið fyrir þeirra framlag.  Planið var að verðlauna fyrir mætingu með smá dós en innkaupastjóri dósanna mætti of seint og því engin dós, en ekki að örvænta.

Að vanda var spjallað um alla heima og geyma og brátt fór fólk að tínast til sinna heimkynna til að planta því sem keypt hafði verið en það verður ekki af okkur tekið að áhrifamikill endir var á deginum. Eitt stærst eldgos á Íslandi hófst og verðum við að vona að eitthvert okkar hefi ekki grafið of djúpt og komið þessu af stað.

Myndir frá þessum fallega degi verða settar inn síðar þar sem „Amma myndar“ er ekki alveg búin að ná sér eftir helgina en vill trúa ykkur fyrir smá leyndarmáli. Sko, það vantaði smá upp á mína pöntun en það er sko í fínu lagi segir Guðfinnur enda nennir hann ekki að grafa fleiri holur…)))

.

.
Eins og sjá má þá var hitinn ekki að hrella fólk

.

.


.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.


Nú var komið að árlega pylsuáti hjá Sóley og Gunna
og að vanda tekið á því í átinu
.


.


.

.

.

.

.

.

.

.

.

..