G&Tdagurinn 25. maí 2013 – Gróðursetningin

Enn og aftur hefur það gerst að við Kerhraunarar tökum höndum saman í vinnu, í þetta skiptið var það vinnan á hinum árlega gróðursetningadegi sem við lukum með stæl. Vorið hefur verið svalt, kalt og vætusamt og það var í rauninni engin undantekning á veðrinu þegar laugardagurinn rann upp, einhvern veginn náði veðurguðinn að sjá til þess að það hélst nánast alveg þurrt meðan við gengum rösklega til verka.

Það er skemmtilegt til þess að hugsa að með því að hittast þá erum við að gera Kerhraunið að enn fallegri stað með gróðursetningu og tiltekt. Það skemmir heldur ekki fyrir að eiga svo von að smá hressingu eftir erfiðið en það er öllu verra þegar það gerist í miðri vinnutörn….))).

.

.

Þessi fallegi hópur tók þátt í gróðursetningunni og eiga þakkir skilið fyrir framlagið

 

Hér fyrir neðan kemur STUTT myndasyrpa frá gróðursetningarvinnunni, ástæðan fyrir því að lítið varð úr myndatöku er sú að þegar „GleðipinnInn“ skall á þá fór allt úr skemmtilegum skorðum og „Fréttaritarinn“ ásamt fleirum gleymdi sér alveg við önnur verk.

Það kom fram áður að það eru enn til óbirtar myndir og það eru þær myndir sem stjórn er að fjalla um hvort séu birtingarhæfar…))). Sjáum til hvort þær skella ekki fljótlega á.

.

Eins gott að þau hittust þessi, hér eru „Frumbúinn Auður“ og Nýbúinn Jói“

Steini sterki sýnir krafta sína

Hann er sjómaður dáða drengur hann Elli

Eyjafólk stoppar ekki að vinna þó myndasmiðurinn sé eitthvað að vesenast

„Gamli formaðurinn“ hann Elfar hefur nú ekkert á móti því
að vera með nokkur hestöfl til afnota og nýtti þau vel til moldarflutninga

Svaka gaman hjá minni….)))) enda mætir hún alltaf

Rut er líka svaka hress eftir að hafa hitt „Gleðipinnann“
„Nýbúinn“ Ásbjörn heilsar að …..sið
Afastelpan hans Ásbjörns er grafalvarleg yfir öllu þessu tilstandi
Hilmar gefur sér smá tíma til að „pósa“
Þetta kallar maður að vera glaður, eða var hann búinn að komast í …….