Gróðursetning 6. júní 2009 – Kveðjur formaðurinn

Að gróðursetja tré er ekki bara gott fyrir náttúruna heldur getur það verið reglulega skemmtilegt verkefni fyrir fjölskylduna að gera saman og þetta er akkúrat það sem við KERHRAUNARAR ætlum að gera 6. júní nk.

Við erum búin að finna góðan stað til að gróðursetja á en það er meðfram girðingunni á hægri hönd þegar keyrt er í gegnum hliðið inn á svæðið. Við gætum líka áður en til gróðursetningar kemur farið og fengið garðyrkjubækur lánaðar okkur til fróðleiks eða leitað að upplýsingum á veraldarvefnum.

Það sem við þurfum til verksins:

Tré til að gróðursetja, myndavél til að taka myndir af gróðursetningunni og fyrir listrænt fólk t.d. teikniblokk en þar getur viðkomandi teiknað tré, skráð stærð þess, eða skrifað niður eitthvað annað sem honum finnst skipta máli.

Svo munum við fylgjast vel með trjánum og passa að þau vaxi og dafni vel í Kerhrauninu.

 

 

Hlökkum til að sjá sem flesta KERHRAUNARA og munið að það verður grillað