Gróðurmold ÓKEYPIS fyrir alla KERHRAUNARA

Félagið var svo heppið að fá ókeypis mold til gróðursetningar frá Guðmundi í Klausturhólum og á hann skilið miklar þakkir fyrir huglulsemina.

Fyrir þá sem hyggja á gróðursetningu í ár og næstu ár þá hefur verið komið fyrir gróðurmold á 2 stöðum í Kerhrauninu. Önnur staðsetningin er á nýja planinu sem er á beina kaflanum og þar verður líka komið fyrir skít. Síðan var settur smá haugur á planið við lóð 2 sem nýtst gæti þeim sem búa á Hólnum.

Vonandi mun þetta létta ykkur vinnuna við gróðursetninguna.