Grafarvogsbúar sérstaklega hrifnir af Kerhrauninu

Svona til gamans þá hefur það komið í ljós að Grafarvogsbúar virðast hrífast af svæðinu okkar sem er í sjálfu sér mjög skiljanlegt, það sem er sérstakt er að það er ein gata í Grafarvognum sem virðist ætla að fjölmenna í Kerhraunið og sú gata er Leiðhamrar. Úr þessari götu hafa 3 fjöldskyldur keypt sér hús í Kerhrauni sem er ansi skemmtileg tilviljun. Aðrir Kerhraunarar sem búa í Grafarvogi eru allir með -hamrar í götunafninu.