Góð ráð fyrir þá sem eiga eftir að fara í jólahreingerninguna

Nokkur góð ráð fyrir þá sem eiga hreingerningu eftir fyrir jólin – illu er best aflokið.

1.    Búðu til nýja möppu í tölvunni þinni. 

2.    Gefðu henni nafnið „Drasl í húsinu“ 

3.    Fáðu þér eitt vínglas. 

4.    Hægri smelltu á möppuna „Drasl í húsinu“ til að eyða henni. 

5.    Tölvan spyr þá: „Viltu eyða Drasli í húsinu“? 

6.    Smelltu á Já 

7.    Komdu þér vel fyrir í sófanum og ljúktu úr vínflöskunni.

Þá er þessum hluta jólaundirbúningsins lokið og þá er bara að bíða eftir að jólin komi.