Fyrsta ferðin í Kerhraunið á „ANNARRI“ þó enn með báðar

Eftir 7 vikna legu var komið að því að mega prófa hreifigetuna og fara í SMÁ bíltúr, eins og „Amma myndar“ gerir svo oft þá var þetta tekið með trompi, keyrt beint í Kerhraunið en þegar þangað var komið var hún orðin dofin og treysti sér ekki í göngugrindina.

Finnsi sagði að það væri ekkert mál, hann skyldi ná í gröfina og „Amma myndar“ varð skelfingin uppmáluð og tók það þannig að hann ætlaði bara að jarða hana á staðnum, enda Finnsi minnugur á ruglið í mér þegar sprautað hafði verðið morfíni í mig eftir brotið. Hann fullvissaði mig um að hann ætlaði bara að keyra mig upp í Kúlusúk og hann stóð við það, fyllti bara skófluna af sessum, keyrði aftur undir mig og með það sat ég.

Ferðin varð mér erfið enda í of mikið lagt svona í fyrsta skiptið en algjörlega þess virði og ferðin var algjör draumur.

.
Kveðjur og þakkir tl allra sem hafa bjallað í mig